Mánudagur, 11. apríl 2011
Kosning formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarfræðingar nýtið kosningarétt ykkar!!
Þá stendur kosning til formanns félags hjúkrunarfræðinga sem hæst. Ég vona svo sannarlega að hjúkrunarfræðingum veitist sú gæfa að fá nýjan, vel menntan, vel reyndan formann sem hefur hjúkrunarfræðinga sem einstaklinga í forgrunni.
Því miður hafa enn sem komið er aðeins tæp 24% hjúkrunarfræðinga nýtt sér kosningarétt sinn.
Miðað við umræðu á facebook síðu félagsins þá virðist sem svo að sumir telji að það sé nauðsynlegt að hafa reynslu sem formaður í félaginu til að hafa möguleika á því að fá það embætti.
Mér finnst alveg stórundarlegt ef það á að setja það sem skilyrði fyrir því að geta boðið sig fram til formennsku í hjúkrunarfélaginu, að það sé nauðsynlegt að hafa reynslu sem formaður félagsins!!! Hvernig í ósköpunum á það að vera hægt? Ennfremur ef við ætlumst til þess að fólk sé fyrst kosið í stjórn félagsins og sé þar í ákveðið langan tíma áður en færi gefst á að bjóða sig fram til formanns ...hversu margir eru þá kjörgengir í formannsembætti? Þetta finnast mér ekki lýðræðisleg vinnubrögð.
Sólfríður Guðmundsdóttir doktor í hjúkrunarfræði hefur gífurlega yfirgripsmikla þekkingu sem hjúkrunarfræðingur. Hún hefur fjölbreytta reynslu af störfum sem almennur hjúkrunarfræðingur og sem stjórnandi hérlendis og erlendis. Hún hefur verið virki í starfi félagsins hér heima áður en hún flutti út, verið virki í félagsstarfi erlendis, skrifað margar fræðigreinar og greinar í blöð í gegnum tíðina.
Á undanförnum árum hafa hjúkrunarfræðingar tapað 55 ára reglunni, lækkað yfirvinnuprósentuna, tapað matartíma svo eitthvað sé nefnt. Þetta finnst mér ekki jákvæð þróun. Ég hélt að hjúkrunarfræðingar stæðu fyrir heilbrigt líferni. Því eigum við að vita manna best að nætursvefn er mikilvægur (rannsóknir sýna að vaktavinnufólk deyr fyrr), við eigum að vita að það að matast reglulega og borða án truflunar skiptir miklu máli fyrir meltingar- og taugakerfið. Eigum við ekki að vera fyrirmyndir? Þetta hefur félagið greinilega ekki verið að styðja undanfarið.
Mér brá við það að sjá að borin hafði verið fram tillaga um að sami formaður gæti verið í forsvari fyrir félagið óháð fjölda kjörtímabila. Sem betur fer var það ekki samþykkt heldur bætt við tveimur árum frá fyrri lögum sem gerðu ráð fyrir að átta ár væru hámarkstími. Viljum við virkilega missa af því að fá nýjar ferskar hugmyndir með nýju fólki inn í félagið? Viljum við að sami einstaklingur geti setið í embættinu bara af því að enginn hefur sömu reynslu af því embætti? Mér finnst þetta hljóma eins og einræði.
Mér fannst áberandi í kynningum frambjóðenda að Elsa talið um félagið meira sem stofnum á meðan Sólfríður talaði um hjúkrunarfræðinga sem félagið.
Því styð ég Sólfríði til formanns og þakka Elsu hennar störf á undanförnum árum. En nú er kominn tími á breytingar.
X SÓLFRÍÐUR
Föstudagur, 15. janúar 2010
TFT Taumhald á tilfinningunum á höfuðborgarsvæðinu
Þekkirðu einhvern sem er kvíðin/n, með fóbíur, þunglynd/ur, hefur lent í áföllum, er lofthrædd/ur, með innilokunarkennd, með prófkvíða, reið/ur, félagsfælinn, víðáttufælinn, hefur lent í einelti svo dæmi séu nefnd. Tækifærið til að vinna með þessar tilfinningar á árangursríkan hátt með TFT meðferð er í boði á höfuðborgarsvæðinu í lok janúarmánaðar og á Akureyri flesta daga :) Sími 824-2777
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. október 2009
Námskeið í TFT- Taumhald á tilfinningunum - á Akureyri og í Reykjavík
Thought Field Therapy
(Taumhald á tilfinningunum)
Námskeið í Thought Field Therapy (Taumhald á tilfinningunum) verður haldið á Akureyri 17. og 18. október kl: 10-17 og í Reykjavík 24 og 25. október kl: 10-17. Kennari er Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur. Vegleg kennslubók á íslensku er innifalin í námskeiðsgjaldinu.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vinna með fólki eða hafa áhuga á heilsu fólks. Hentar sérstaklega vel hjúkrunarfólki, kennurum og námsráðgjöfum.
Skráning og upplýsingar í síma 824-2777 og heilsubot@heilsubot.com.
Meðferðin getur gagnast fólki á öllum aldri. Dæmi um vandamál sem TFT gæti hjálpað þér að lagfæra eða losna við:
Afleiðingar ástvinamissis sem og annarra áfalla | Áfallaröskun eftir margs konar áföll |
Áráttu- og þráhyggjuhegðun | Átraskanir |
Depurð og skapsveiflur | Einstaklingsbundinn ótti |
Ferðahræðsla, þar á meðal flug- og bílhræðsla | Innilokunarkennd |
Kvíði og streita, t.d. prófkvíði | Kynferðisleg eða nándartengd vandamál |
Líkamlega verki | Lofthræðsla |
Ofsabræði | Ofsahræðsla við skordýr, hunda, ketti eða annað |
Óslökkvandi löngun eða þrá eftir einhverju | Ótti við að koma fram opinberlega |
Reiði og pirringur | Þunglyndi og aðrar geðraskanir |
...og mörg önnur vandamál sem eru að verulegu leyti sálræns, tilfinningalegs eða andlegs eðlis og geta haft verulega hamlandi áhrif á daglegt líf fólks.
Meðferðin sem hér er kynnt og er einfaldlega kölluð TFT-meðferð (e. Thought Field Therapy) hefur verið í þróun Bandaríkjunum í 30 ár en stendur nú fyrst til boða á Íslandi.
TFT er ekki skammtímalausn. Meðferðin veitir raunverulega, mælanlega og varanlega lausn á margs konar vandamálum. TFT hefur verið nefnt hin öfluga meðferð 21. aldarinnar vegna hins mikla árangurs sem af henni hlýst. Mögulegt er að útrýma margs konar vandamálum algjörlega á fimm mínútum. Þetta þýðir þó ekki að sérhvert vandamál svari meðferðinni svo fljótt. Sum vandamál krefjast endurtekinnar meðferðar. Engu að síður hefur meirihluti skjólstæðinga upplifað verulega bót á vandamálum sínum eftir fyrsta meðferðartíma.
Upphafsmaður TFT-meðferðarinnar er Dr. Roger J. Callahan. Hann er menntaður í klínískri sálfræði og hefur meðal annars starfað sem sálfræðingur og kennari í sálfræði, meðal annars við Michigan háskólann og háskólann í Syracuse í Bandaríkjunum. Hann var um skeið forseti samtaka hjónabands- og fjölskyldusálfræðinga í Bandaríkjunum.
TFT-meðferð beinist gegn ýmiss konar sálrænum, andlegum og tilfinningalegum vandamálum og er ætlað að hjálpa fólki við að yfirvinna þröskulda eða hindranir sem geta haft verulega hamlandi áhrif á daglegt líf þess. TFT hefur reynst vera ein af árangursríkustu sálrænu meðferðum sem nokkru sinni hefur verið uppgötvuð eða útbúin. Ítrekað hefur reynslan sýnt að þessi aðferð er einstaklega árangursrík meðferð gegn sálrænum, andlegum og tilfinningalegum vandamálum sem geta haft takmarkandi áhrif á lífsgæði, bælt niður getu einstaklingsins og virkað sem hindranir gegn heilbrigði.
Heimasíðan mín http://heilsubot.com
Heimasíða Roger Callahan http://www.rogercallahan.com
Heimasíða samtaka TFT http://atft.org
Menntun og skóli | Breytt 10.10.2009 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Ísland Group
Hvenær eigum við að fá góðar fréttir af ástandinu á Íslandinu GAMLA og góða?
Ég verð að viðurkenna að mér finnst óskiljanlegt allt þetta tal um NÝJA Ísland og nýja banka. Við, stoltir Íslendingar byggjum á gömlum grunni. Við höfum komið okkur áfram í gegnum tíðina á þessum gamla grunni og ættum að halda okkur við hann. Eða á kannski að breyta nafni landsins í Ísland Group? Erum við ekki búin að fá nóg af svoleiðis vitleysu?
Það er tímabært að við fáum að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Þó það sé virðingarvert að búið sé að ákveða að minnka bruðlið í utanríkisráðuneytinu og jafnvel á fleiri stöðum þá finnst mér það ekki endilega vera það sem ríkisstjórnin á að vera að eyða kröftum sínum í. Það ætti að duga að senda minnisblað til stofnana um að spara umtalsvert og ríkisstjórnin ætti að beina kröftum sínum eingöngu að tvennu: upplýsa þjóðina um hvað er verið að gera og finna þá peninga sem vantar. Hvernig væri nú að ráða sér til fulltingis einhverja góða menn og konur sem ekki hafa verið tengd bönkunum til aðstoðar? (og að sjálfsögðu íslenska, við verðum að minnka atvinnuleysið).
Og Geir þú bara verður að fara að fylgjast með því sem er að gerast. Þú ættir að vera sá sem er með á hreinu hvenær á að taka umsóknina okkar fyrir hjá IMF og fá skýringar á því hvers vegna er alltaf verið að fresta þessu.
Kvíðin og reiðin í þjóðfélaginu eykst með hverjum deginum sem líður. Áhrifin sem það hefur á landann geta verið gífurleg og langvarandi. Við verðum að reyna að láta ekki þessar tilfinningar taka af okkur völdin þannig að við getum ekki hugsað skýrt og unnið að því sem við eigum að vera að vinna að. Óvissa eykur kvíða, óvissa eykur reiði. Við verðum að fá að vita hvernig staðan okkar verður í framtíðinni. Við getum ekki beðið eftir því lengur. Eigum við næga fjármuni til að stækka geðdeildirnar þannig að þær rúmi stóran hluta þjóðarinnar?
Áhrif tilfinninganna okkar geta verið þau að við hættum að virka. Við eigum erfitt með að mæta í vinnuna, þeir sem eru það heppnir að hafa vinnu. Hæfni okkar til að hugsa um fjölskylduna okkar, elda, þrífa, þvo og kaupa í matinn, skerðist. Við eigum erfitt með að fara út á meðal fólks því það er erfitt að þurfa að ræða aðstæður sínar við aðra sem kannski ekki eru í eins slæmum málum. (Meira um áhrif tilfinninganna með því að smella á myndina hér til hliðar).
Við þurfum að auka samkenndina, við þurfum að standa saman, við þurfum að skilja að vonandi eru allir að reyna að gera sitt besta, þó svo okkur finnist það ekki nógu gott. Þeir sem ekki treysta sér til að gera sitt besta með hag allrar þjóðarinnar í huga eiga að víkja og hleypa þeim að sem tilbúnir eru í verkefnið. Nú skipta flokkar ekki máli, það er í raun aðeins eitt málefni í gangi. Koma fjármálum þjóðarinnar í víðasta samhengi í viðunandi horf. Þegar það er komið þá geta menn haldið áfram að rífast um flokkapólitík.
Og meðan við vitum ekki hverjir eru sökudólgarnir, þá megum við ekki berja hvert á öðru.
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Farið sparlega með gómsæt íslensk matvæli.....þau á að borða með bros á vör ;)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Gylfi og Jón
Þeir vita lausnina...geta svo sett upp ráðgjafarstofu fyrir almenning og nýtt krafta alþingismanna sem hvort sem er eru ekki að gera neitt á þinginu nema þrefa, til að svara fyrirspurnum almennings um hvernig eigi að komast af næstu mánuði.
Alþingismenn eru hvort sem er okkar starfsmenn og nú þegar á launum svo það verður ekki aukinn kostnaður af þessu verkefni.
Og ég er viss um að þeir gætu haldið utanum hverjir eru að lána okkur og hversu mikið.
Allar hliðar séu skoðaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Eurovision
Ein hugmynd
Getur fjármálaráðherra ekki haft lista á síðu ráðuneytisins um hverjir eru að lána okkur og hversu mikið? Við getum þá notað hann til viðmiðunar þegar við kjósum lag í Eurovision næsta vor.
Meiri peningar....fleiri stig.
Verst að Færeyjar eru ekki með í Eurovision
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Samkennd-réttlætiskennd
Áhrif kreppunnar ætla að verða afar mismunandi og margvísleg.
Mér finnst nú athyglisvert að hlusta á /lesa um þá samkennd og réttlætiskennd sem virðist ríkja á Klakanum. Þjóðin er að þjappa sér saman og sækja til baka í gömul gildi. Mikið held ég nú að við höfum gott af því.
Það minnti mig á gamla sögu. Það gerðist að hausti til árið 1988 (að mig minnir), í bongóblíðu á sunnudegi. Rafmagnið fór af á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar fengu alls konar skrítnar hugmyndir sem reifaðar voru í síðdegisútvörpunum vikuna á eftir. Sumir héldu að það hefði verið ráðist á landið, sumir héldu að það væri verið að fremja skemmdarverk. Fáum datt í hug að þetta væri einfaldlega bilun sem hefði komið upp í rafkerfinu! En það sem kom skemmtilega út úr þessu (og rataði í skaupið það árið) var að fólk þurfti að fara aftur til fortíðar og finna sér eitthvað að gera sem ekki krafðist rafmagns. Ég man sérstaklega eftir einni ungri stúlku sem hringdi og sagðist hafa verið á leið til bestu vinkonu sinnar og þær ætluðu að fara að horfa á vídeó saman. Það var náttúrulega ekki hægt sökum rafmagnsleysis. Þá voru góð ráð dýr, hvað áttu þær að gera? Niðurstaðan var að þær spjölluðu saman, þessar tvær bestu vinkonur. Það var alveg ný reynsla fyrir þær, þær höfðu aldrei gert það áður!! Og fannst það bara skemmtilegt og höfðu rætt um að gera þetta fljótlega aftur.
Tala saman, taka slátur, föndra jólaskraut og jólagjafir. Kerti og spil.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Bjartsýni á nýju ári
Ef þú átt tvo peninga, notaðu þá annan til að kaupa brauð, hinn til að kaupa blóm.
Brauðið kaupirðu til að lifa,
Blómin til að lífið sé þess virði að lifa því.
Kínverskt spakmæli
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)