Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Kosning formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðingar nýtið kosningarétt ykkar!!

Þá stendur kosning til formanns félags hjúkrunarfræðinga sem hæst. Ég vona svo sannarlega að hjúkrunarfræðingum veitist sú gæfa að fá nýjan, vel menntan, vel reyndan formann sem hefur hjúkrunarfræðinga sem einstaklinga í forgrunni.

Því miður hafa enn sem komið er aðeins tæp 24% hjúkrunarfræðinga nýtt sér kosningarétt sinn. 

Miðað við umræðu á facebook síðu félagsins þá virðist sem svo að sumir telji að það sé nauðsynlegt að hafa reynslu sem formaður í félaginu til að hafa möguleika á því að fá það embætti.

Mér finnst alveg stórundarlegt ef það á að setja það sem skilyrði fyrir því að geta boðið sig fram til formennsku í hjúkrunarfélaginu, að það sé nauðsynlegt að hafa reynslu sem formaður félagsins!!! Hvernig í ósköpunum á það að vera hægt? Ennfremur ef við ætlumst til þess að fólk sé fyrst kosið í stjórn félagsins og sé þar í ákveðið langan tíma áður en færi gefst á að bjóða sig fram til formanns ...hversu margir eru þá kjörgengir í formannsembætti? Þetta finnast mér ekki lýðræðisleg vinnubrögð.

Sólfríður Guðmundsdóttir doktor í hjúkrunarfræði hefur gífurlega yfirgripsmikla þekkingu sem hjúkrunarfræðingur. Hún hefur fjölbreytta reynslu af störfum sem almennur hjúkrunarfræðingur og sem stjórnandi hérlendis og erlendis. Hún hefur verið  virki í starfi félagsins hér heima áður en hún flutti út, verið virki í félagsstarfi erlendis, skrifað margar fræðigreinar og greinar í blöð í gegnum tíðina.

Á undanförnum árum hafa hjúkrunarfræðingar tapað 55 ára reglunni, lækkað yfirvinnuprósentuna, tapað matartíma svo eitthvað sé nefnt. Þetta finnst mér ekki jákvæð þróun. Ég hélt að hjúkrunarfræðingar stæðu fyrir heilbrigt líferni. Því eigum við að vita manna best að nætursvefn er mikilvægur (rannsóknir sýna að vaktavinnufólk deyr fyrr), við eigum að vita að það að matast reglulega og borða án truflunar skiptir miklu máli fyrir meltingar- og taugakerfið. Eigum við ekki  að vera fyrirmyndir? Þetta hefur félagið greinilega ekki verið að styðja undanfarið.

Mér brá við það að sjá að borin hafði verið fram tillaga um að sami formaður gæti verið í forsvari fyrir félagið óháð fjölda kjörtímabila. Sem betur fer var það ekki samþykkt heldur bætt við tveimur árum frá fyrri lögum sem gerðu ráð fyrir að átta ár væru hámarkstími. Viljum við virkilega missa af því að fá nýjar ferskar hugmyndir með nýju fólki inn í félagið? Viljum við að sami einstaklingur geti setið í embættinu bara af því að enginn hefur sömu reynslu af því embætti? Mér finnst þetta hljóma eins og einræði.

Mér fannst áberandi í kynningum frambjóðenda að Elsa talið um félagið meira sem stofnum á meðan Sólfríður talaði um hjúkrunarfræðinga sem félagið.

Því styð ég Sólfríði til formanns og þakka Elsu hennar störf á undanförnum árum.  En nú er kominn tími á breytingar.

X SÓLFRÍÐUR Grin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband