Samkennd-réttlætiskennd

Áhrif kreppunnar ætla að verða afar mismunandi og margvísleg.

Mér finnst nú athyglisvert að hlusta á /lesa um þá samkennd og réttlætiskennd sem virðist ríkja á Klakanum. Þjóðin er að þjappa sér saman og sækja til baka í gömul gildi. Mikið held ég nú að við höfum gott af því.

Það minnti mig á gamla sögu. Það gerðist að hausti til árið 1988 (að mig minnir), í bongóblíðu á sunnudegi. Rafmagnið fór af á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar fengu alls konar skrítnar hugmyndir sem reifaðar voru í síðdegisútvörpunum vikuna á eftir.  Sumir héldu að það hefði verið ráðist á landið, sumir héldu að það væri verið að fremja skemmdarverk. Fáum datt í hug að þetta væri einfaldlega bilun sem hefði komið upp í rafkerfinu! En það sem kom skemmtilega út úr þessu (og rataði í skaupið það árið) var að fólk þurfti að fara aftur til fortíðar og finna sér eitthvað að gera sem ekki krafðist rafmagns. Ég man sérstaklega eftir einni ungri stúlku sem hringdi og sagðist hafa verið á leið til bestu vinkonu sinnar og þær ætluðu að fara að horfa á vídeó saman. Það var náttúrulega ekki hægt sökum rafmagnsleysis. Þá voru góð ráð dýr, hvað áttu þær að gera? Niðurstaðan var að þær spjölluðu saman, þessar tvær bestu vinkonur. Það var alveg ný reynsla fyrir þær, þær höfðu aldrei gert það áður!! Og fannst það bara skemmtilegt og höfðu rætt um að gera þetta fljótlega aftur.Smile

Tala saman, taka slátur, föndra jólaskraut og jólagjafir. Kerti og spil.Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukurinn

Heyr, heyr. Kannast einmitt við slíkt hið sama enda íslendingur búsettur erlendis.

Getur verið að satt sé sem sagt er, að auga gestsins sé glöggt?

Haukurinn, 7.11.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband