Námskeið í TFT- Taumhald á tilfinningunum - á Akureyri og í Reykjavík

Thought Field Therapy

(Taumhald á tilfinningunum)

Námskeið í Thought Field Therapy  (Taumhald á tilfinningunum) verður haldið á Akureyri  17. og 18. október kl: 10-17 og í Reykjavík 24 og 25. október kl: 10-17. Kennari er Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur.  Vegleg kennslubók á íslensku er innifalin í námskeiðsgjaldinu.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vinna með fólki eða hafa áhuga á heilsu fólks. Hentar sérstaklega vel hjúkrunarfólki, kennurum og námsráðgjöfum. 

Skráning og upplýsingar í síma 824-2777 og heilsubot@heilsubot.com.

Meðferðin getur gagnast fólki á öllum aldri. Dæmi um vandamál sem TFT gæti hjálpað þér að lagfæra eða losna við:

Afleiðingar ástvinamissis sem og annarra áfalla

Áfallaröskun eftir margs konar áföll

Áráttu- og þráhyggjuhegðun

Átraskanir

Depurð og skapsveiflur

Einstaklingsbundinn ótti

Ferðahræðsla, þar á meðal flug- og bílhræðsla

Innilokunarkennd

Kvíði og streita, t.d. prófkvíði

Kynferðisleg eða nándartengd vandamál

Líkamlega verki

Lofthræðsla

Ofsabræði

Ofsahræðsla við skordýr, hunda, ketti  eða annað

Óslökkvandi löngun eða þrá eftir einhverju

Ótti við að koma fram opinberlega

Reiði og pirringur

Þunglyndi og aðrar geðraskanir

...og mörg önnur vandamál sem eru að verulegu leyti sálræns, tilfinningalegs eða andlegs eðlis og geta haft verulega hamlandi áhrif á daglegt líf fólks.

Meðferðin sem hér er kynnt og er einfaldlega kölluð TFT-meðferð (e. Thought Field Therapy) hefur verið í þróun Bandaríkjunum í 30 ár en stendur nú fyrst til boða á Íslandi.

TFT er ekki skammtímalausn. Meðferðin veitir raunverulega, mælanlega og varanlega lausn á margs konar vandamálum. TFT hefur verið nefnt hin öfluga meðferð 21. aldarinnar vegna hins mikla árangurs sem af henni hlýst. Mögulegt er að útrýma margs konar vandamálum algjörlega á fimm mínútum. Þetta þýðir þó ekki að sérhvert vandamál svari meðferðinni svo fljótt. Sum vandamál krefjast endurtekinnar meðferðar. Engu að síður hefur meirihluti skjólstæðinga upplifað verulega bót á vandamálum sínum eftir fyrsta meðferðartíma.

Upphafsmaður TFT-meðferðarinnar er Dr. Roger J. Callahan. Hann er menntaður í klínískri sálfræði og hefur meðal annars starfað sem sálfræðingur og kennari í sálfræði, meðal annars við Michigan háskólann og háskólann í Syracuse í Bandaríkjunum. Hann var um skeið forseti samtaka hjónabands- og fjölskyldusálfræðinga í Bandaríkjunum.

TFT-meðferð beinist gegn ýmiss konar sálrænum, andlegum og tilfinningalegum vandamálum og er ætlað að hjálpa fólki við að yfirvinna þröskulda eða hindranir sem geta haft verulega hamlandi áhrif á daglegt líf þess. TFT hefur reynst vera ein af árangursríkustu sálrænu meðferðum sem nokkru sinni hefur verið uppgötvuð eða útbúin. Ítrekað hefur reynslan sýnt að þessi aðferð er einstaklega árangursrík meðferð gegn sálrænum, andlegum og tilfinningalegum vandamálum sem geta haft takmarkandi áhrif á lífsgæði, bælt niður getu einstaklingsins og virkað sem hindranir gegn heilbrigði.

Heimasíðan mín http://heilsubot.com

Heimasíða Roger Callahan http://www.rogercallahan.com

Heimasíða samtaka TFT http://atft.org

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband